Þessi kaka er svo góð og einföld og hún er tilvalin sem eftirréttur. Ég hef margoft gert þessa og hún slær alltaf í gegn. Það passar sérlega vel að bera hana fram með ís.

file1

Uppskrift fyrir 3-4
300 gr jarðaber
100 gr smjör við stofuhita
100 gr sykur
100 gr hveiti
Karamellufyllt rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus

Skerið jarðaberin í tvennt, leggið þau í eldfast mót og stráið ca. matskeið af sykri yfir þau. Blandið saman með höndunum smjöri, sykri og hveiti.

Dreifið deiginu yfir jarðaberin og að lokum súkkulaðinu yfir deigið.
Bakið við 190° C í 40 mínútur.

 

 

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.