Hinn klassíski kertastjaki, Kubus, var hannaður af Mogens Lassen árið 1962. Stjakinn finnst ansi víða inn á heimilum í Danmörku og jafnvel hér á landi. Í ár fagnar fyrirtækið tíu ára afmæli sínu og í tilefni þess hefur verið bætt við „fjölskylduna“ með nýjum blómavasa.

Það var Søren Lassen, barnabarn Mogens sem teiknaði vasann, en hann er einnig annar stofnandi fyrirtækisins. Søren var staddur erlendis með konunni sinni, Lulu, er hugmyndin að vasanum kom og að því gefnu hlaut vasinn nafnið „Lulu“. Vasinn er í anda kertastjakanna og skálarinnar sem nú þegar er fáanlegt í ýmsum stærðum og áferðum og passar fullkomlega inn í stílhreina og vandaða vörulínu þeirra.

Rúnnaðar línur vasans tákna konuna og stálið í kringum hann er karlmaðurinn – og saman eru þau eining. Vasinn verður fáanlegur í hvítu og svörtu og kemur í verslanir í lok mánaðarins.

Myndir: By Lassen
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.