Það er mikið um að vera í heimi hönnunar í dag. Víðsvegar um Evrópu eru hönnunarmessur í fullum gangi þar sem fyrirtæki safnast saman til að kynna nýjungar, sýna sig og sjá aðra. Það er alltaf mikil spenna í kringum slíka viðburði, og oftar en ekki skjóta ný fyrirtæki upp kollinum, þó við mismikla athygli.

Dropalagað form einkennir ljósin, Anoli. Ljósin fást í tveimur stærðum eða sem ljósakróna með þremur, sex eða þrettán ljósum saman.

NUURA, er nýtt fyrirtæki sem fékk mikið lof nú á dögunum á sýningu sem haldin er árlega í Svíþjóð, Stockholm Furniture & Light Fair. NUURA er innblásið af birtu og auðæfum norrænnar náttúru. Fyrirtækið hannar ljós og lampa, sem skreyta rými og eru jafn falleg ásjónu, hvort sem það er kveikt eða slökkt á þeim.

Blossi er nafnið á ljósinu, með rúnnuðum glerskermi sem gefur vörunni ákveðinn léttleika og karakter. Kemur einnig sem borð-, stand- og veggljós, ásamt ljósakrónu sem samanstendur af átta minni skermum.

Fyrirtækið er í eigu Sofie Refer, sem hlotið hefur ýmis verðlaun fyrir hönnun sína, Peter Østerberg og Nadiu Lassen, en hún er annar stofnanda By Lassen sem framleiðir m.a. hina þekktu Kubus kertastjaka. Nadia var ekki nema 23 ára gömul er hún setti sitt fyrsta fyrirtæki á laggirnar, árið 2008, svo hún er ekkert ný í bransanum og gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Það verður spennandi að fylgjast með NUURA í framtíðinni og hvort að ljósin rati til landsins.

Opal hvítt glerið dreifir mjúkri og hlýrri birtu frá ljósakrónunni, Miira.
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.