Það færist stöðugt í aukanna að þekktir hönnuðir eða fyrirtæki, taki að sér að hanna hótel, viðburði eða jafnvel veitingahús. Nýverið opnaði veitingastaðurinn, IBU, á Vesterbrogade 56 í Kaupmannahöfn, en þar er má bragða austurlenska matargerð af bestu gerð. Upplifun á
veitingahúsum er ekki einungis bundin matnum sem þar er að finna, heldur umhverfinu líka.

Það var danska hönnunarfyrirtækið Ferm LIVING sem sá um að innrétta IBU, og er óhætt að segja að þeim hafi tekist einstaklega vel til. Trine Andersen, eigandi og hönnuður Ferm LIVING, vildi ná fram hlýju umhverfi á staðnum, með þá áherslu að gestum líði eins vel og heima hjá sér. Grænar plöntur, kertastjakar og mjúkir púðar færa heimilisbraginn inn á IBU, sem gleðja augað og auka matarlystina. Stemningin er yfirveguð en jafnframt glæsileg þar sem léttleikinn í innréttingum, húsgögnum og litavali gefa rétta tóninn.

Þeir sem eiga leið um mekka skandinavískrar hönnunar, gætu leyft bragðlaukunum að njóta sín í fallegu umhverfi. Undirrituð getur ekki beðið eftir að prófa!

Myndir: Ferm LIVING
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.