Framadagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 1995 af ungmennasamtökunum AIESEC, og er viðburðurinn skipulagður af nemendum úr háskólum landsins. Megin markmið framadaga er meðal annars að halda stærsta atvinnuviðtal landsins og halda úti vettvangi fyrir unga háskólanema  til þess að efla tengslanetið. Í ár eru framadagar haldnir þann 8.febrúar næstkomandi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Mörg af stærstu fyrirtækjum og samtökum landsins verða á svæðinu til þess að kynna sína starfsemi og með það að markmiði að leitast eftir réttu einstaklingunum að ganga til liðs við sig. Við kynntum okkar sögu Framadaga og spennandi dagskrána aðeins nánar.

PAjRP3uD

Hlutverk ungmennasamtakanna AIESEC á Íslandi er meðal annars að rækta nýsköpunar og leiðtogahæfni ungmenna. Það gera þau með því að minnka bilið á milli háskólanema og viðskiptalífsins með því að gefa nemendum þann kost á því að vinna með sér að raunverulegum verkefnum í atvinnulífinu, og eru Framadagar hluti af því. Þannig eru samtökin að gefa ungmennum lærdómsríkt tækifæri til þess að skipuleggja flottan viðburð fyrir önnur ungmenni í þeim tilgangi að geta kynnst fyrirtækjum landsins og komið sér á framfæri, og einnig að styrkja atvinnulíf Íslands í leiðinni.

Framadagar er viðburður sem er opinn fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að kynnast mörgum af fyrirtækjum landsins og atvinnumenningunni sem þeim fylgir. Einu “skilyrðin” eru að mæta með uppsetta og tilbúna ferilskrá, en þeir sem mæta á viðburðinn fá það frábæra tækifæri að tala við stjórnendur og eða mannauðsráðgafa fyrirtækjanna og eiga í framhaldi kost á því að komast í atvinnuviðtal á staðnum.

Viðburðurinn í ár er með frábæru sniði og fjölbreyttri dagskrá sem hentar flestum. Um 80 fyrirtæki og samtök allsstaðar af landinu hafa boðað komu sína, og einnig er möguleiki að fá faglega ráðgjöf frá ráðningarstofum um það hvernig þú setur upp hina fullkomu ferilskrá. Dagskráin hefst stundvíslega kl 10:00 þar sem Forseti Íslands mun setja viðburðinn með opnunarræðu. Í framhaldi af því hefst spennandi dagskrá til klukkan 15:00 en má þá helst nefna fyrirlestra frá Dale Carnegie, Sahara  og AIESEC. Dagskrána finnið þið hér.

 Rútur munu ganga frá Háskóla Íslands til Háskólans í Reykjavík á 30 mínútna fresti frá klukkan 10:00. Það eru allir velkomnir á þennan frábæra viðburð, og ekki gleyma ferilskránni.

 

Kristjana Sunna
Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.

Author: Kristjana Sunna

Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.