Flestir kannast líklega við samfélagsmiðilinn Instagram, enda einn vinsælasti miðillinn í dag. Sumir leggja mikið upp úr Instagram reikningi sínum, eru mjög virkir og jafnvel með ákveðin þemu í gangi – liti, ferðalög, tísku eða heimili. Hér ákváðum við að taka saman smáforrit í símann sem geta hjálpað okkur að halda úti smart Instagram reikningi.

VSCO
Þetta er eitt vinsælasta smáforritið til þess að vinna myndir í dag. Það er einfalt en það hefur eitt besta safnið af “filterum” sem henta vel fyrir Instagram. Hægt er að notast við ókeypis filtera en einnig er hægt að kaupa sér auka filtera sem henta manni. Það er svo einnig hægt að pósta myndunum sínum á reikninginn sinn hjá VSCO sem er alltaf að verða vinsælla.

Canva
Canva er mjög þægilegt í notkun en það er tilvalið forrit til þess að setja texta inn á myndirnar þínar eða myndir sem þú ætlar að setja í Insta-story. Þetta er hægt að nota fyrir flest alla samfélagsmiðla og einnig til þess að gera plaköt, borða eða jafnvel kort.

Planoly
Ert þú virk/ur á Instagram og planar myndirnar þínar fram í tímann? Þetta smáforrit er þá fullkomið fyrir þig. Planoly gerir þér kleift að innleiða myndirnar þínar fyrirfram, plana og tímasetja hvenær þú vilt birta þær. Þannig geturðu séð fyrirfram hvernig reikningurinn þinn lítur út og látið smáforritið minna þig á að pósta nýrri mynd.

Foodie
Þetta er fyrir þá sem pósta mikið myndum af mat. Þetta forrit hefur flotta filtera fyrir mat og auðveldar þér að velja með því að sýna hvaða filter hentar hvaða mat.

PocketVideo
Hér erum við með smáforrit sem er sniðugt til þess að vinna myndbönd fyrir Insta-story, Snapchat eða eitt af því nýjasta “vlogs”. Þarna geturðu sett texta á myndböndin eða látið tónlist undir það áður en þú birtir, en það er hægt að velja fyrirfram á hvaða miðli þú ætlar að pósta myndbandinu svo það komi sem best út.

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.