Coursera var stofnað árið 2012 af tveimur prófessorum í tölvunarfræði við Stanford háskólann í Bandaríkjunum. Markmið þeirra Daphne Koller og Andrew Ng var að deila sínum fræðum sem víðast en fyrsta skrefið var að koma fyrirlestrum sínum á netið. Þeir áttuðu sig á því að eftir aðeins nokkra mánuði hafði þeim tekist að kenna fleiri nemendum í gegnum netið en þeir hefðu annars náð á heilli mannsævi í gegnum skólastofu. Síðan þá hefur þessi vettvangur þróast í það sem hann er í dag, staður þar sem nemendur koma saman í gegnum netið hvaðan af úr heiminum og taka kúrsa frá mörgum af bestu háskólum heims.

Nú þegar hafa um 25 milljón notendur notið góðs af Coursera, sem býr yfir 2000 kúrsum í samstarfi við 149 samstarfsháskóla.

En hvernig fer þetta fram?
Inná heimsíðunni er hægt að skoða þá kúrsa sem eru í boði hverju sinni. Kúrsarnir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir og algengt verð er á bilinu $29-99 per kúrs þó vissulega sé hægt að finna sér kúrsa að kostnaðarlausu Eins er hægt að taka allt frá diplómu og uppí meistaragráðu, en þá bætist líka töluverður kostnaður við. En hér er um að ræða gráður sem eingöngu fara fram í gegnum netið sem er form sem gæti hentað ákveðnum aðilum vel.

Í hverjum kúrs má nálgast upptökur af fyrirlestrum frá háskólanum sem um ræðir, ásamt því að nemendur þreyta próf og leysa verkefni. Mikið er lagt uppúr gagnkvæmum samskiptum en auðvelt er að leita sér aðstoðar frá öðrum nemendum og kennurum. Fyrir hvern kúrs sem kláraður er fæst viðurkenning frá viðeigandi skóla eða plagg sem hægt er að sýna fram á til dæmis í tengslum við atvinnuleit eða styrkja stöðu sína með sérhæfingu í tengslum við ákveðið viðfangsefni.

Flestir af þessum kúrsum á Coursera henta vel með vinnu, enda dreifist álagið jafnt yfir vikuna.

 

 

Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.