Hvað er betra en að byrja daginn á góðum og orkuríkum þeytingi? Þessi er með jarðaberjum og bönunum og það klikkar seint. Hnetusmjörið og döðlurnar gera drykkinn svo sérlega góðan. Við mælum með Ninja blandara eða sambærilegum græjum. Það er svo einfalt og þægilegt að setja allt hráefnið í eitt glas, blanda því saman, snúa glasinu við og drekka. Ef þið viljið hafa drykkinn extra frosinn þá er gott að frysta banana og nota í þeytinginn.

Uppskrift fyrir einn

2 dl frosin jarðaber
½ – 1 banani
3 dl möndlumjólk
1 msk chia fræ
1 msk hnetusmjör
3 döðlur

Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.