Margir vilja plana vikuna sína vel, matseðil, hreyfingu og verkefni. Í amstri dagsins, eigum við það til að gleyma okkur í öllum áramótaheitunum og pressunni sem fylgir oft Janúar. Við ákváðum því að prufa að gera öðruvísi vikuplan, plan sem er jafnvel aðeins skemmtilegra að fylgja eftir.

Sunnudagur
Dagur til skipulagningar. Á sunnudegi er góður vani að setjast niður og huga að komandi viku, yfir einum kaffibolla og jafnvel sunnudags-kökusneiðinni.

Mánudagur
Gerðu lista yfir þrjá hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir. Byrjum vikuna vel, með gott hugafar og hugum að því sem við eigum og erum þakklát fyrir.

Þriðjudagur
Þriðjudagar geta verið frekar langir og mörgum finnast þeir með erfiðari dögum vikunnar, gerðu daginn aðeins betri með kaffihúsi eða jafnvel göngutúr með vin/vinkonu.

Miðvikudagur
Notaðu þennan dag til þess að gera eitthvað fyrir sjálfa þig. Dekurdagur í miðri viku – maski og heitt bað er alltaf góð hugmynd.

Fimmtudagur
Stefnumótakvöld. Er langt síðan þú áttir kvöldstund með makanum þínum? Takið kvöldið frá og eyðið því í eitthvað annað en að setjast fyrir framan sjónvarpið. Hér er t.d. að finna skemmtilegar hugmyndir af stefnumótum.

Föstudagur
Eldaðu nýja uppskrift. Það getur verið gaman að elda eitthvað nýtt, taktu frá smá auka tíma í eldamennskuna og búðu til eitthvað girnilegt. Hér er hægt að finna nokkrar æðislegar uppskriftir.

Laugardagur
Gerðu eitthvað eitt nýtt í dag. Það er alltaf gott fyrir okkur að prufa eitthvað nýtt og stíga jafnvel aðeins út fyrir þægindarammann. Þetta þarf hins vegar ekki að vera flókið eða of stressandi – fara í danstíma, prufa nýjan veitingarstað eða skoða nýtt umhverfi.

 

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.