Ofnbökuð bleikja toppuð með raspi og parmesan er eitthvað sem allir ættu að prófa. Tekur enga stund að útbúa og bleikjan verður svo stökk og ljúffeng. Gott að bera hana fram með ofnbökuðum kartöflubátum og fersku salati. Í þennan rétt er notaður Panko brauðraspur en hann hefur fengist í Hagkaup en annars er líka hægt að nota annan brauðrasp.

Uppskrift fyrir 2

500-600 gr bleikjuflök
4 msk smjör
5 msk Panko brauðraspur (eða annar brauðraspur)
3 msk rifinn parmesan ostur
2 msk steinselja
Salt og pipar

Bræðið smjör í potti, bætið brauðraspinum við og hrærið saman. Setjið bleikjuna á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Saltið og piprið hana eftir smekk.

Dreifið raspinum og smjörinu ofan á bleikjuna. Rífið parmesan ostinn og dreifið honum yfir. Að lokum toppið bleikjuna með steinseljunni. Bakið í ofni í 10 mínútur við 200°C.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.