Sara Dögg Guðjónsdóttir er 27 ára eyjamær sem er búsett í Bryggjuhverfinu í Reykjavík ásamt kærasta sínum til tólf ára og tveggja ára syni þeirra. Sara starfar sjálfstætt sem innnanhússarkitekt, er bloggari á femme.is og áhugasamur instagram-ari. Sara er með einstaklega fallegan stíl og fengum við að spyrja hana nokkurra spurninga um heimilis trendin á nýju ári.

Hvernig myndirðu lýsa þínum stíl?
Ef ég ætti að reyna að lýsa honum þá myndi ég segja að hann væri svolítið feminine masculine sem hljómar eins og mótsögn. En ég hallast mikið að hörðum efnum á móti mjúkum formum og svo dass af glamúr með.

Hvað myndirðu segja að væri eftirminnanlegasta heimilis-trendið árið 2017?

Þau eru nokkur. Textíll líkt og slétt flauel eða velúr var mjög áberandi. Bláir tónar á veggjum voru ríkjandi, eins dökkir litir í allskonar tónum. Svartir veggir. Brassið tók yfir og koparinn hvarf. Allt sem var matt svart varð vinsælt, hvort sem það voru smáhlutir, ljós, blöndunartæki eða innréttingar. Svo verð ég að nefna eucalyptusinn.

Hver heldur þú að verði helstu trendin árið 2018?
Allt matt, hvort sem það eru matardiskar, veggir eða innréttingar. Sófar í óvenjulegu formi, mýkri & rúnuðu formi, svolítið í anda 70’s. Andstæður, þá aðallega svart & hvítt. Dökkar innréttingar og dekkri rými. Málmum verður líka blandað saman og verða mjög áberandi í ár.

Hvaða litur heldurðu að muni koma sterkt inn á nýju ári?
Grágrænir tónar taka við af þeim bláu, svo held ég að svartir veggir verða ennþá meira áberandi í ár.

Er eitthvað sem þér finnast öll heimili þurfa að hafa?
Sitt persónulega andrúmsloft, farðu þína eigin leið og fylgdu þínu auga, ekki velja öruggu leiðina og gera eins og allir aðrir og fljóta bara með.

Heldur plöntuæðið áfram?
Já ég hugsa það. Hér heima eru þetta ýmist minni pottaplöntur yfir í litla kaktusa, en erlendis eru þetta stærri plöntur og þá færri. Ég er farin að hallast meira að því, að hafa þær færri en stærri.

Nú ert þú sjálf nýbúin að gera upp þitt eigið heimili, lumarðu á góðum ráðum fyrir nýja heimiliseigendur?
Nýtið það sem er ennþá heillt. Það þarf ekki að róta öllu út og inn með allt nýtt. Í dag er hægt að gefa öllum hlutum andlitslyftingu með spreyi, lakki eða málningu. Og talandi um málningu, ekki mála bara einn vegg, málið þá alla og ef þið viljið gera ennþá meira úr rýminu, málið loftið í sama lit.

Sara er heldur betur glæsileg kona og mælum við með því að fylgjast með henni á Instagram en þar birtir hún meðal annars myndir af flottu heimili sínu.

Instagram/ @sdgudjons.
Innanhúsráðgjöf/ sara@femme.is

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.