Alda Karen Hjaltalín er ansi áhugaverð kona frá Akureyri, en hún er aðeins 24 ára og starfar sem sölu- og markaðsstjóri Ghostlamp. Alda býr í New York vegna vinnunnar en hún starfar einnig sem “motivational speaker” og “lifehacker” og heldur fyrirlestra ásamt því að taka þátt í “panel” umræðum vítt og breytt um Manhattan. Alda Karen er stödd á Íslandi en hún mun halda námskeiðið LIFE – Masterclass í Hörpunni þann 19. Janúar næstkomandi. Við vildum vita meira um konuna á bakvið hugmyndina og fengum að senda henni nokkrar spurningar.

Hver er bakgrunnur þinn, nám og reynsla?
Ég slefaði í gegnum Menntaskólann á Akureyri á sínum tíma. Ekki að það hafi nýst mér mikið enda er ég enginn aðdándi að íslenska skólakerfinu sem er svo meingallað að ef ég byrja að tala um það að þá kemst ekkert annað að í þessu viðtali. Ætla mér að breyta þessu þegar ég stofna minn eigin skóla. Ég fékk starf sem starfsnemi hjá Sagafilm rétt áður en ég útskrifaðist úr MA svo ég flutti bara beint suður eftir útskrift til þess að sinna því. Eftir 6 mánuði var ég orðin svo PR fulltrúi Sagafilm og svo 6 mánuðum eftir það býðst mér staða sem sölu- og markaðsstjóri Sagafilm.

Nú býrðu að mestu í New York, hvernig er að búa í stórborginni?
Yndislegt. Ég elska New York og allt sem fylgir henni. Bæði það góða og það slæma. Maturinn, fólkið og menningin! Það eru sirka 25 viðburðir á dag sem mig langar á svo ég er í eilífðar valkvíða um hvert ég á að fara og gera. Það er bæði auðvelt og erfitt að leiðast í þessari borg en sem betur fer er nóg að gera hjá mér og mér tekst aldrei að leiðast, svo tíminn líður allt of hratt! Eina er bara að maður er ekki alveg eins öruggur, eins og það var sprengt pípusprengju á lestarstöðinni minni í Desember, það var pínu erfitt fyrir litla íslendingahjartað en svo var fólkið á skrifstofunni minni bara að grínast með það svo þetta er bara normið í dag nánast.

LIFE – Masterclass, segðu okkur frá þessu flotta námskeiði?
Ímyndaðu þér ef þú gætir fengið allt sem þú vildir. Allt sem þig dreymir. Allt sem þú getur ímyndað þér eða dagdreymt um. Hvað ef ég myndi segja þér að þú getur fengið það og það er ekki eins erfitt og þú heldur? – Þetta er LIFE – MasterClass um. Við ætlum gjörsamlega að umbylta því hvernig þú sérð lífið og kenna svokölluð LIFEHACKS sem virka í alvöru og hafa gefið mér og öðrum allt sem við viljum. Markmiðið er að miðla þessum kenningum og æfingum til fólksins á LIFE – MasterClass og svo ætla ég bara að setjast aftur og horfa á hverja einustu manneskju sem sat í þessum sal ná öllu sem það vill.

Hvaðan kemur hugmyndin?
Hugmyndin kom eftir fyrirlesturinn minn í Hörpu í September. Þar fór ég aðeins út í lífið og hvernig ég hef horft á mismunandi atburði í lífinu mínu og hvernig ég komst yfir það og varð besta mögulega útgáfan af sjálfri mér. Ég fann að fólk varð fyrir mestum áhrifum útfrá þessum parti í fyrirlestrinum og ég fékk yfir hundruði skilaboða í mánuðinum eftir frá fólki sem hafði nýtt sér þessi LIFEHACKS. Útfrá því byrjaði ég Instagram story og svo seinna ákvað ég að taka bara öll lífshökkin mín fyrir í einu stóru námskeiði.

Hefurðu verið að vinna lengi að þessu?
Tæknilega séð hef ég verið að vinna að þessu allt mitt líf. Allt sem ég hef lært og skrifað niður, mótað og svo masterað í gegnum tíðina.

Lifehacks á Instagram story, hver er sagan þar, tengist það námskeiðinu?
Já ég hugsaði hvernig ég gæti gefið fólki eitthvað value á hverjum einasta degi og þar með byrjaði ég þessi lifehacks og er nú með þátt á instagram story á hverjum einasta degi undir @aldakarenh – ég er búin að fá rosalega mikið og fallegt feedback og fylgjendahópurinn minn fór frá 880 uppí rúmlega 2.800 á nokkrum vikum. Algjör sturlun. En það sýnir bara að þetta er að drífa fólk áfram og gefa því kraft inní daginn. Ég er alltaf til staðar fyrir alla fylgjendurna mína og hef tekið símtöl, instagram message eða sms eða jafnvel skype hittinga með þeim bara til að spjalla um lífið og veginn. Ég er alltaf með þeim í liði og ég held að fólki þykir vænt um að vita af einhverjum sem er alltaf í horninu þeirra hrópandi þau áfram alveg sama hvað.

Hefurðu góð ráð fyrir ungar konur að elta drauma sína?
Þitt líf eru þín lífsviðhorf. Með því að breyta lífsviðhorfunum þínum að þá breytir þú lífi þínu. Kenndu huganum þínum að allt er aðgengilegt þér og að þú eigir allt skilið. Innan skamms vaknaru einn morguninn og hugsar “Vá allt sem ég vildi er komið til mín”. Því þegar þú villt eitthvað þá snýr allur heimurinn sér til að hjálpa þér að fá það sem þú villt. Við erum öll bara sitthvor puttinn á sömu hendinni!

Meira peppandi persónuleika er erfitt að finna og við mælum með því að þið nælið ykkur í miða á LIFE – Masterclass. Hægt að er nálgast miða hér. Eins mælum við sterklega með því ef þér vantar smá pepp í dagana þína að fylgja henni á Instagram @aldakarenh.

Myndir eftir Antoníu Lárusdóttur.
https://antonialar.com/

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.