Í kjölfar umræðunnar um áramótaheitin þótti okkur tilvalið að minna aftur á þessa dásemd sem við fjölluðum stuttlega um hér.

MUNUM dagbókin varð til þegar þær Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir áttu í erfiðleikum með að finna hina fullkomnu dagbók, dagbók sem uppfyllti kröfur hinnar annasömu nútímakonu sem hefur meira en nóg að gera.

Dagbókin kom fyrst út fyrir árið 2016, þá í hefðbundinni bókabindingu en fæst núna gormabundin sem mörgum þykir mikill kostur. Bókin er í stærðinni A5, er úr hágæða ítölsku leðurlíki og er einstaklega stílhrein og vönduð. Bókin er hönnuð til að hámarka líkur á árangri með því að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun og hvetja til framkvæmda og jákvæðrar hugsunar.

Það sem við kunnum sérstaklega vel að meta við þessa dagbók er áherslan á markmiðasetningu. Í upphafi bókarinnar er að finna fróðleik um markmiðasetningu og gagnleg ráð en þar er lögð rík áhersla á að markmiðin sem við setjum okkur séu sértæk, mælanleg og viðráðanleg. Inn á milli vikna eru svo hvatningarorð sem halda okkur við efnið. Það er því tilvalið að ryfja upp góðu ráðin sem Ragnheiður Aradóttir, stofnandi og eigandi PROevents og PROcoaching, gaf okkur rétt fyrir áramótin og nýta þau við markmiðasetningu fyrir árið 2018. Okkur finnst svo MUNUM dagbókin vera algjörlega sniðin til þess að hjálpa okkur að halda utan um markmiðin og auka þannig líkurnar á því að ná þeim. Svo skemmir ekki fyrir að á milli vikna eru hvatningarorð sem eru svo nauðsynleg til að halda okkur við efnið.

Fyrir þá sem vilja vita meira um innra útlit og efni bókarinnar þá má finna ýmsar upplýsingar á facebooksíðu MUNUM útgáfu og vefsíðunni þeirra en þar er meðal annars hægt að kaupa bókina í gegnum vefverslun ásamt því að nálgast upplýsingar um sölustaði.

Hafdís Bergsdóttir
Hafdís er búsett á Akranesi ásamt eiginmanni og þremur sonum. Hún er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og sveinspróf í kjólaklæðskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Auk þess að skrifa fyrir Framann starfar hún sem umsjónarkennari við Brekkubæjarskóla.

Author: Hafdís Bergsdóttir

Hafdís er búsett á Akranesi ásamt eiginmanni og þremur sonum. Hún er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og sveinspróf í kjólaklæðskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Auk þess að skrifa fyrir Framann starfar hún sem umsjónarkennari við Brekkubæjarskóla.