Við nefndum Trello á nafn þegar við fjölluðum um skipulagsöpp í símann. Hér verður farið nánar útí það hvernig Trello getur komið sér vel í daglegu lífi. Eins og mörg skipulagssmáforrit þá hentar Trello sérstaklega vel í starfi, enda búið til sem verkefnastjórnunarkerfi. En það er einnig hægt að heimfæra forritið yfir á daglegt líf enda ýmis verkefni sem maður þarf að takast á við alla jafnan.

Hér má sjá einfalt myndband fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun forritsins. Eins og með allt annað, þá eru til margs konar leiðir við notkun á forritinu og enginn ein leið rétt. Hér kemur tilbúið dæmi um hvernig persónulegt Trello gæti litið út.

 Ákveðin verkefni sem eru föst vikulega, eins og til dæmis heimsókn í matarbúðina. Ákveðin atriði í vinnslu og svo er dæmi um ákveðna framkvæmd sem þarf að ráðast í. Hægt er að stýra hverjum lista fyrir sig og setja inn hvað sem manni dettur í hug í rauninni. Til dæmis væri hægt að hafa einn lista sem heitir Markmið, og þar gætu komið inn ákveðnir hlutir sem okkur langar að vinna í og gera betur.

Þegar smellt er á matarbúð kemur í ljós minnislisti sem er í stöðgri uppfærslu og auðvelt að nálgast hann þegar í búðina er komið, þ.e ef síminn er með í för.

Hver fjölskyldumeðlimur hefur sinn aðgang en þannig er mjög auðvelt að merkja viðkomandi aðila í það verkefni sem hann kemur til með að sinna. Þegar verkefninu er lokið hökum við í Archive og þá er það þar með ekki sýnilegt lengur en hægt er að skoða hvert og eitt verkefni aftur í tímann, ekki síður þeim sem er lokið.

Hægt er að leika sér endalaust með möguleika Trello, og ekki skemmir fyrir að geta stjórnað útliti forritsins með mismunandi myndum og litum í bakgrunn. Hér má finna nánari  leiðbeiningar um notkun veflausnarinnar.

Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.