Í janúar eru margir að leita að léttum og góðum uppskriftum eftir allan hátíðarmatinn. Þetta Sesarsalat ætti ekki að svíkja neinn því það er bæði ljúffengt og auðvelt að útbúa og svo er hvítlauks- og avocadosósan guðdómlega góð.

Uppskrift fyrir 2-3

500-600 gr kjúklingalundir
Ítölsk hvítlauksblanda frá pottagöldrum
Salt og pipar
Romain salat
Klettasalat
Kokteiltómatar
Agúrka
Rauðlaukur
1-2 avocado
6-8 beikonsneiðar
Parmesanostur

Hvítlaukssósa:
1 avocado
4 msk grískt jógúrt
Safi úr ½ sítrónu
1-2 hvítlauksrif
1-2 msk ólívuolía

Kryddið kjúklinginn og bakið í ca. 20 mínútur við 200°C. Leggið beikon á ofnplötu og bakið í 10 mínútur við 200°C eða þar til það er orðið stökkt.

Skerið allt grænmetið eftir smekk og setjið í skál. Skerið avocado í sneiðar og raspið parmesanostinn og bætið því við. Skerið kjúklinginn og beikonið og hrærið saman við grænmetið. Hellið svo sósunni yfir og blandið saman.

Hvítlaukssósa:
Blandið öllu hráefninu vel saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.