Þessi kaka er syndsamlega góð, einföld og er frábær desert. Twix súkkulaðið er notað í botninn á kökunni og passar það vel. Mælum með að setja ostakökuna í lítil glös eða skálar fyrir hvern og einn en annars er líka gaman að gera eina stóra köku.

IMG_8337

Uppskrift fyrir fjóra

200 gr Twix súkkulaði
50 gr smjör
1 dl rjómi
2 dl rjómaostur
2 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
Jarðaber

Karamellusósa
10 rjómatöggur frá Nóa siríus
½ dl rjómi

Bðið smjör. Myljið twix súkkulaði í matvinnsluvél og hrærið saman við smjörið. Dreifið blöndunni í 4 litlar skálar eða glös og þjappið því saman í botninn.

Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og vanillusykri. Þeytið rjóma, blandið saman við rjómaostablönduna og dreifið í glösin ofan á twix blönduna.

Skerið jarðaberin í litla bita og skreytið kökurnar með þeim. Bræðið rjómatöggur
í rjómanum við vægan hita, kælið og hellið yfir kökurnar.

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.