Nú styttist heldur betur í áramót og við ætlum að taka vel á móti nýja árinu. Mögulega með smá glys og glamúr? Við tókum saman nokkrar hugmyndir af skreytingum fyrir stóra kvöldið.

 

  1. Glasa-confetti til borðskreytingar auðvitað, þessi fást í Pippu, pippa.is.
  2. Blöðruborði sem segir allt sem segja þarf, þessi er flottur og fæst í Tiger.
  3. Diskókúla? Nei diskur! Fullkominn fyrir áramótagleðina eða bara á venjulegum mánudegi segjum við. Fæst á confettisisters.is.
  4. Kökuskraut fyrir nýtt ár, fæst í Pippu, pippa.is.
  5. Gull-marmara servíettur sem gera borðið fallegra, fást á confettisisters.is.
  6. Okkur grunar að það verða teknar þónokkrar myndir þetta kvöld en hér eru tilvalin mynda “props” fyrir kvöldið. Fæst á partyvorur.is.
  7. Confetti sprengja, gyllt auðvitað og lætur þig þurfa að sópa vel þann 1. jan en hún lúkkar sem er fyrir öllu. Þessi fæst á confettisisters.is.
  8. Myndaveggur eða bara skreyting, þú ræður. Þessi er æði og fæst í Pippu, pippa.is.
  9. Ertu með sérstakt “hashtag” fyrir partý-ið þitt? Uppblásin # blaðra lætur það ekki fara framhjá neinum. Þetta fæst á partyvorur.is.
  10. Skemmtileg borðskreyting, fæst í Partýbúðinni.
framinn.is