Innblásturinn af þessari dásamlega góðu pizzu er pizza á pizzastaðnum á Hverfisgötu 12. En sá staður er í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri. Pizzan er með kartöflum, klettasalati og trufflusósu. Það er mjög auðvelt að útbúa hana og að auki er hún sérlega góð.

Uppskrift af 12 tommu pizzu

200 g pizzadeig
6-8 kartöflur
3 msk olívuolía
2 hvítlauksrif
3-4 msk smjör
6-8 kartöflur
3 skarlottulaukar
2 hvítlauksrif
Rifinn mozzarella
2 msk steinselja
Klettasalat
Truffle aioli frá Stonewall kitchen

Skerið kartöflurnar í sneiðar. Dreifið þeim á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Hrærið einu pressuðu hvítlaukrifi við olíuna og penslið kartöflurnar með blöndunni. Saltið og piprið kartöflurnar og bakið þær í 20 mínútur við 190°C.

Steikið skartlottulaukinn upp úr örlitlu smjöri. Bætið við einu pressuðu hvítlauksrifi og restinni af smjörinu. Fletjið deigið út og penslið eða smyrjið það með smjörblöndunni.

Dreifið rifnum mozzarella og raðið kartöflunum ofan á. Dreifið steinseljunni og bakið í 12-15 mínútur við 190°C. Toppið að lokum pizzuna með klettasalati og trufflu aioli.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.