FKA Framtíð er ný nefnd innan FKA fyrir ungar konur í atvinnulífinu sem vilja efla tengslanetið og sækja sér frekari þekkingu. Við tókum Soffíu Kristínu Jónsdóttur,  stjórnarmeðlim FKA Framtíðar tali og fengum innsýn inní starfssemina hjá FKA Framtíð. Ef þú ert ung kona, eigandi, leiðandi eða í stjórn, þá hvetjum við þig til að skoða að taka þátt í flottu starfi innan Félags kvenna í atvinnulífinu – FKA.


Hvenær var FKA framtíð stofnað og af hverjum?

FKA Framtíð var stofnuð haustið 2016 af stjórn FKA sem leitaði til Elínu Önnu Gísladóttur, Írisi E. Gísladóttur, Soffíu Kristínu Jónsdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur og Valdísi Magnúsdóttur stjórnarmeðlimum og stofnendum deildarinnar. Lilja Bjarnadóttir kom svo til liðs við stjórnina vorið 2017 en starfsemi hófst ekki fyrr en haustið 2017.

Fyrir hvað stendur félagið og hvert er markmið félagsins?
FKA Framtíð er glæný nefnd innan FKA sem verður sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu undir hatti FKA. Í FKA Framtíð er mikil áhersla lögð á að efla tengslanet, sækja sér þekkingu frá hvor annarri og að vera brú fyrir yngri konur að sækja sér reynslu og þekkingu frá eldri félagskonum. Við viljum vera stökkpallur nýrra tækifæra og framþróunar og styðja hvor aðra í að fullnýta hæfileika og möguleika.

Fyrir hverja er félagið?
Félagið er fyrir ungar konur í atvinnulífinu sem eru eigendur, leiðandi eða í stjórn. Hver og ein skilgreinir aldur sinn og því eru engin aldurstakmörk. Ef þú ert ekki eigandi fyrirtækis eða í stjórnarsæti þá áttu samt heima í félaginu ef þú ert leiðandi í þínu starfi (eða félagsstarfi), tekur og axlar ábyrgð og ert að vinna þig upp.

Hvað felst í því að vera félagi?
Í FKA Framtíð er lögð mikil áhersla á lærimeistara og svo erum við að setja upp sérstaka hvata- og tengslamyndunarhópa. Við skipuleggjum margskonar fundi en fastur liður eru sunnudagsfundir einu sinni í mánuði. Fyrirmynd sunnudagsfundanna er the Sunday Assbemly sem eru erlend samtök sem vinna og skipuleggja viðburði undir slagorðunum “Live Better – Help Often – Wonder More”. Markmiðið er að hittast og hlusta á hvetjandi fyrirlestra, spjalla saman um ákveðin málefni og kynnast hvor annarri betur í leiðinni.   Lærimeistara prógrammið okkar fór líka vel af stað en það er skipulagt í samvinnu við Leiðtoga Auði og í ár eru 23 pör af konum úr FKA Framtíð og Leiðtoga Auði sem við höfum parað saman með það að markmiði að þær eldri og reyndari geti leiðbeint þeim yngri í átt að markmiðum sínum, hjálpað þeim að bæta sig og koma þeim á framfæri þegar það á við. Allir viðburðir FKA eru einnig opnir þeim konum sem eru skráðar í FKA Framtíð og það er alltaf nóg um að vera hjá meðlimum FKA.

Hvernig er hægt að skrá sig?
Skráning fer fram HÉR á heimasíðu FKA. Í umsóknarferlinu getur þú hakað við FKA Framtíð en með því að gerast FKA kona hefur þú aðgang að yfir 50 fundum á ári í félaginu en haldið verður sérstaklega utan um FKA Framtíð með “lærimeistara prógramminu” og fundum fyrir þær konur sem eru skráðar í Framtíð.

Arnbjörg Baldvinsdóttir
Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.

Author: Arnbjörg Baldvinsdóttir

Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.

2 Replies to “FKA Framtíð

Comments are closed.