Öðruvísi útgáfa af klassískum rækjukokteil. Gómsætur réttur sem hentar sérlega vel sem forréttur yfir hátíðarnar. Avocado og risarækjur með chili og hvítlauk, þessi hráefni smellpassa saman og ekki skemmir að þetta er bráðholl.

Uppskrift fyrir 4

2 avocado
8 risarækjur, óeldaðar
1/2 chili
1 hvítlauksrif
Salt og pipar
Cumin
Olía
4 msk agúrka
1-2 msk kóríander
1/2 sítróna

Sósa:
1 msk majónes
3 msk sýrður rjómi
safi úr 1/2 sítrónu
1/2 tsk dijon sinnep
1/2-1 msk tómatsósa
5 dropar tabasco sósa

Skerið chili smátt, pressið hvítlauk og blandið saman við risarækjurnar ásamt olíu og smá sítrónusafa. Kryddið þær með cumin, salti og pipar.

Steikið risarækjurnar upp úr olíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar. Ef þið viljið hafa þær vel sterkar þá mæli ég með að bæta við chili eða krydda þær aukalega með cayenne pipar.

Skerið avocado til helminga og takið innan úr því með skeið en skiljið smá eftir, ca. ½ cm. Kreistið smá sítrónusafa inn í avocadohýðið. Skerið avocadoið sem þið tókuð úr hýðinu og agúrkuna í litla bita. Blandið saman agúrku, avocado og kóríander eftir smekk, fyllið avocadoið með því og setjið tvær risarækjur ofan á. Að lokum hellið sósunni yfir og skreytið með steinselju. Gott að bera fram með sítrónubátum.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.