Það er okkur öllum eðlislægt að teygja úr okkur en við eigum það til að gleyma því í dagsins amstri.

Samkvæmt Harvard Medical School ættum við að gera teygjur daglega eða að minnsta kosti 3-4 sinnum í viku. Teygjur auka blóðflæði um líkamann og halda vöðvum okkar heilbrigðum og sveigjanlegum en við þurfum á þessum sveiganleika að halda til að viðhalda hreyfigetu liðamóta okkar.

Einnig gera teygjur manni almennt gott, bæta vellíðan og hressa mann við. Það kannast margir við að þurfa góðan kaffibolla eða aðra koffín drykki á einhverjum tímapunkti vinnudagsins til að skerpa einbeitinguna og bæta vinnuafköst. Við leggjum til að prufa að skipta út einni af þessum kaffipásum fyrir jógaæfingar og fyndu hvað þessar teygjur hressa mann við og gera manni gott.

Hér getur þú skráð þig í 5 daga Jakkafatajóga-áskorun í boði Jakkafatajóga, þú færð þá tölvupóst næstu 5 daga með jógaæfingum fyrir hvern dag. Ef þú treystir þér ekki til að standa upp ein/einn frá tölvuskjánum í vinnunni og taka nokkrar teygjur þá er um að gera að hvetja fleiri með sér eða einfaldlega gera teygjurnar heima hjá sér á morgnana eða þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn.

Ef vinnustaðurinn hefur áhuga á að taka teygjur saman þá gæti þjónusta Jakkafatajóga verið eitthvað fyrir ykkur. Eygló Egilsdóttir stofnaði Jakkafatajóga árið 2013 með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum. Þau bjóða upp á að koma á skrifstofutíma og gera einfaldar jógaæfingar, sérsniðnar að þörfum þeirra sem sitja mikið yfir vinnudaginn. Þetta er bæði heilsubætandi og vinnueflandi, þó teygjurnar taki ekki lengri tíma en 10-15 mínútur þá veita þær manni vellíðan og hrista af manni slennið og kemur maður orkumeiri til baka að tölvuskjánum.

Arnbjörg Baldvinsdóttir
Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.

Author: Arnbjörg Baldvinsdóttir

Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.

One Reply to “Teygðu úr þér”

Comments are closed.