Senn líður að jólum og margir sem lesa sjaldan eins mikið og einmitt þá. Það er bara eitthvað svo notalegt að liggja í nýju rúmfötunum með góða bók í hönd. Hér höfum við tekið saman 5 bækur sem eiga það sameiginlegt að vera í senn hvetjandi og skemmtilegar.

 1. Tækifærin
  Í þessari bók eftir þær mæðgur Ólöfu Rún Skúladóttur og Hjördísi Hugrúnu Sigurðardóttur deila fimmtíu íslenskar konur reynslu sinni úr atvinnulífinu. Hver var leið þeirra í starfið og hver eru þeirra helsu viðfangsefni? Luma þær á ráðum handa okkur hinum? Einlægar og skemmtilegar frásagnir þeirra eru einstaklega hvetjandi. Þessa bók má til dæmis kaupa hér.
 2. Hugrekki – saga af kvíða
  Séra Hildur Eir Bolladóttir er á persónulegu nótunum í þessari bók sinni og segir okkur frá sinni reynslu af kvíðaröskun. Þessari bók er ætlað að mæta einsemdinni og kvíðanum. Hún er líka fyrir þá sem aldrei hafa glímt við kvíða, aðstandendur sem standa ráðþrota frammi fyrir þessu undarlega fyrirbæri, en ekki síður fyrir þá sem eru forvitnir um víðáttu hugans og víddir mannssálarinnar. Bókin fæst hér.
 3. Lífshamingja í hrjáðum heimi 
  Í bókinni greinir bandaríski geðlæknirinn Howard C. Cutler frá samtölum sínum við hinn eina sanna Dalai Lama. Með sögum, dæmum og djúpum hugleiðingum kennir Dalai lama okkur að sjá í gegnum algengar hugsanavillur sem leiða til vansældar og að takast á við þær með eigin hamingju og annarra að leiðarljósi. Bókin er til dæmis til sölu hér.
 4. Stígum fram 
  Guðrún Bergmann þýðir hér yfir á íslensku bókina Lean-in sem Sheryl Sandberg gaf út árið 2013. Bókin er byggð að miklu leyti á TED fyrirlestrum Sheryl, sem meðal annars hefur starfað sem aðalframkvæmdarstjóri Facebook.
 5. Nútvitund – leitaðu inná við
  Boðskapur þessarar bókar spratt upp úr vinsælu námskeið sem haldið var innan Google fyrirtækisins um árabil en einn af frumkvöðlum fyrirtækisins, Chade-Meng Tan skrifar bókina. Í bókinni er okkur kennd aðferð til að bæta sköpunargáfu, skerpa hugsun og auka velgengni. Guðni Kolbeinsson þýddi yfir á íslensku og formálann skrifar Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur og háskólakennari. Íslenska útgáfan fæst hér.
Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.