Það er orðið ósköp stutt í jólin og við erum ekki búnar með allar jólagjafirnar. Nú erum við að hugsa um elsku litlu krílin í lífi okkar og tókum saman smá lista ef fleiri skildu vera í þessum pælingum.

  1. Trébílar eða bílar yfirhöfuð eru vinsælir hjá mörgum stuttum, þessir eru úr IKEA á 1.490 kr.
  2. Mitt fyrsta ALIAS er skemmtilegt spil að spila með þeim litlu og tilvalið í pakkann eða jafnvel möndlupakkann? Hægt er að fá þetta spil meðal annars í Spilavinum á 7.230 kr.
  3. Þessi galli frá Baldursbrá er æði, hann er á 11.990 kr!
  4. Kanína eða lampi? Bara bæði. Þessi er flottur í barnaherbergið og fæst í Petit í tveim stærðum og er á 12.900 kr og 24.900 kr.
  5. Tuskudýr eru alltaf flott gjöf og hægt að fá á svo mörgum stöðum á góðu verði, þessi er úr Pennanum Eymundsson á 1.999 kr.
  6. LEGO er vinsælt hjá flestum og hægt að fá fyrir allan aldur. LEGO búðin hefur aldeilis úrvalið 4.490 kr.
  7. Þetta pöndu – veski er sko flott fyrir ungar dömur. Fæst í Petit á 1.390 kr.
  8. Fallegur og skemmtilegur dótakassi er flott gjöf, þessi LEGO kassi fæst í nokkrum litum í Epal á 4.200 kr.
  9. Spil er góð gjöf, þetta minnisspil hentar þessum stuttu sem eru að læra og fæst í Pennanum Eymundsson á 2.369 kr.
  10. Þessi krítartafla frá IKEA er flott í jólapakkann og kostar 3.490 kr.
Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.