Í samstarfi við Pennann Eymundsson völdum við nokkrar fallegar vörur sem eru tilvaldar í jólapakkann fyrir fólk á öllum aldri. Þarna leynast ýmsar gersemar og frábærar hönnunarvörur í bland við úrval góðra bóka. Það er mikið úrval af glæsilegum erlendum bókum sem prýða mega hvert heimili hvort sem er á borði eða
í hillum. Hér koma nokkrar vörur sem skemmtilegt er að gefa. Vert er að nefna að það er mjög þægilegt að pakka inn öllum þessum vörum.

 

Rotary tray / Verð 6.364 kr

Þessi margnota bakki kemur frá Vitra og er afar stílhreinn og flottur en hann er hannaður af Jasper Morrison. Hægt er að snúa efri hluta bakkans og hann fæst í 8 litum. Bakkinn er mikið stofustáss og  það er fallegt að skreyta hann með kertum og ýmsu skrauti. Einnig hentar vel að nota hann fyrir ávexti, osta, kex eða annan mat og jafnvel undir snyrtivörur og skart.

The Kinfolk home / Verð 5.999 kr

Þessi fallega bók kemur úr smiðju tímaritsins Kinfolk. Þetta er önnur bókin sem kemur frá þeim en þau hafa gefið út þrjár bækur sem eru allar jafn fallegar. Í þessari bók fáum við að sjá 35 falleg heimili. Hinar tvær bækurnar sem Kinfolk hefur gefið út eru uppskriftabók og sú nýjasta er bók um skapandi frumkvöðla.

Ananas þrívíddarlampi / Verð 14.999 kr

Þessi lampi er frá Bulbing Studio Chea og er snilldar hönnun. Hann gefur fallega og notalega birtu sem fegrar hvert heimili. Þrívíddarhönnunin kemur skemmtilega og öðruvísi út og lamparnir koma í ýmsum útgáfum m.a. kaktus, hausúpa, ljósapera o.fl.

Ninja Cubebot / Verð 2.999 kr

Töff ninja þrautastyttur sem koma í flottum öskjum og eru á góðu verði. Stytturnar eru hannaðar af David Weeks og eru úr öflugum vönduðum harðvið. Hægt er að láta þær sitja eða standa og einnig er hægt að setja þær saman í ferning. Kemur í mörgum litum og þremur stærðum. Skemmtileg gestaþraut er að láta setja styttuna saman í ferning.

Glasabakkar / Verð 2.999 kr

Flottir hexagon glasabakkar. Undirrituð er mjög hrifin af hexagon eða sexhyrningaformum og þess vegna eru þessir glasabakkar sérlega flottir en hægt er að raða þeim fallega saman á ýmsa vegu. Þeir eru bæði fáanlegir með hvítum og svörtum röndum. Þetta er klárlega gjöf sem nýtist vel.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.