Ég er drusla er bók sem kom út á dögunum en með bókinni er reynt að fanga nákvæmlega þessa orku sem myndast í Druslugöngunni. “Það var kominn tími til þess að planta þessari orku á alla daga ársins en ekki bara þennann eina magnaða dag sem gangan er gengin.” Bókin er hugsuð sem einskonar verkfæri fyrir þennann sama hóp sem hefur eða hyggst ganga gönguna, verkfæri sem hreyfir, heilar og styrkir hvenær sem er hvar sem er. 

Druslugangan sem fram fer í júlí ár hvert setur sér það markmið að skapa öruggt rými fyrir þolendur, aðstandendur og fylgjendur göngunnar til þess að berjast gegn kynferðisofbeldi, tjá sig, losa um tilfinningar og heila á sinn eigin hátt. Umvafin samstöðu, valdeflinu og styrk. 

Við fengum Veru Líndal Guðnadóttur, einn af aðstandendum göngunnar og bókarinnar til þess að segja okkur meira frá þessari stórmerkilegu bók.

Hverjir standa á bakvið bókina?
Á bakvið bókina stendur stór hópur fólks, þar á meðal aðilar úr skipulagskjarna Druslugöngunnar og mjög svo fjölbreyttur hópur einstaklingar sem tjá sig á sinn eigin máta um viðfangsefni tengd göngunni. Þess má geta að allir sem koma að bókinni gáfu vinnu sína, leitast var við að halda öllum kostnaði í lágmarki svo sem flestir gætu eignast hana og notið góðs af henni. Hluti ágóðans rennur til Druslugöngunnar og áframhaldandi baráttu gegn kynferðisofbeldi.

Hvaðan kemur hugmyndin?
Hugmyndin kveiknaði fyrir um 3 árum, upphaflega átti að gefa út ljósmyndabók sem heimild um Druslugönguna sem gengin hefur verið í júlí ár hvert, síðan 2011. Margar breytingar urðu síðan í kjölfarið og ákvörðun tekin um að breyta upplagi bókarinnar, frá því að vera ljósmyndabók yfir í áþreifanlegt safn frásagna og túlkanna hinna ýmsu einstaklinga á viðfangsefnum Druslugöngunnar og þeirri orku sem myndast í göngunni.

Um hvað fjallar bókin?
Um er að ræða verk sem allar druslur eru partur af, sjá sig í og tengjast. Þetta er ekki bara heimild um gönguna sjálfa, heldur endursköpun á þeirri orku sem hún hefur í för með sér. Rithöfundar, listamenn, druslur, aktívistar og fleiri, á öllum aldri, úr ólíkum áttum, fengu lausann tauminn til þess að tjá sig og túlka á sinn hátt, upplifanir og hugsjónir sem tengjast göngunni. Í bókinni má því finna allskyns listaverk og frásagnir á ýmsu formi. Sem dæmi má nefna: Teikningar, ljóð, ræður, sögur, frásagnir þolenda og bataferli þeirra, grafík, möntrur, tónlist og margt fleira. Hún er því eins og gefur til kynna mjög fjölbreytt, litrík en litlaus, ljót en falleg. Grafíkin er pönk og poppa allar frásagnirnar upp í áberandi letri, því allar eru þær mikilvægar og eiga að taka sitt pláss.

 

Þessa frábæru bók má nálgast hér ásamt því að hún er til sölu í öllum helstu bókaverslunum landsins.

Þess má einnig geta að aðstandendur bókarinnar munu standa vaktina með sölubás fyrir utan Skúla fógeta, Kirkjustræti um helgina, laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 !

Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.