Við höfum verið að prufa okkur áfram í að hlusta á hlaðvörp, sem er íslenska orðið yfir “podcast”. Það er þægilegt að hlusta á þetta í vinnunni ef hægt er eða á leið í vinnu og heim. Þetta er svona líka aldeilis skemmtileg viðbót í daginn! Við tókum saman nokkur hlaðvörp sem okkur finnast vera áhugaverð.

 1. Magic Lessons. 
  Elizabeth Gilbert gaf út bókina Big Magic árið 2015 en þessir þættir hennar eru í svipuðu ívafi. Þar vill hún gefa listamönnum innblástur og hjálpa þeim að yfirstíga hindranir í sköpun sinni.
 2. Women of the hour. 
  Lena Dunham er aldeilis skemmtileg en flestir þekkja hana fyrir leik sinn í þáttunum GIRLS. Hér er hún með hlaðvarp þar sem hún spjallar við konur um allskyns áhugaverð mál.
 3. Stuff mom never told you.
  Þessir eru frábærir, hér eru konur sem fara skemmtilega að því fræða konur um konur, kynlíf og annað sem við þorum oft ekki að spyrja að.
 4. Girlboss.
  Við þekkjum flestar hana Sophiu, en hún tekur hér viðtöl við konur sem hafa þorað að stíga á línuna og haft áhrif á umheiminn. Fræðandi og fyndin viðtöl sem margir gætu haft gaman af.
 5. Serial. 
  Þessir eru fyrir okkur sem fýlum smá spennu. Sönn saga sem grípur mann fljótt og það er ekki aftur snúið, við verðum að heyra meira.
Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.