Okkur var boðið á kynningu á snyrtivörum Dr. Hauschka á Íslandi fyrir nokkru síðan.
Kynningin var virkilega flott og vorum við forvitnar um þetta merki en það sem heillaði mest var þó hugmyndafræðin á bakvið fyrirtækið. Við erum nú ekki snyrtivöruséníar en erum mjög hrifnar af náttúrulegum vörum. Því langaði okkur að fræðast meira um þetta merki og kynna ykkur fyrir því í leiðinni.

Dr. Hauschka snyrtivörurnar eru framleiddar af þýska náttúrulyfjafyrirtækinu Wala sem hefur framleitt náttúrulyf frá árinu 1935 og var stofnað af efnafræðingnum Dr. Rudolf Hauschka. Fyrirtækið er ekki gróðafyrirtæki og stefna þess er að hafa velferð manna, umhverfis og náttúru að leiðarljósi. Fyrirtækið er í eigu sjóðs sem stofnaður var um hlutafé fyrirtækisins til að varðveita hugmyndafræðina sem það er byggt á.

Árið 1962 leitaði Dr. Rudolf Hauschka til snyrtifræðings að nafni Elizabet Sigmund sem hannaði snyrtimeðferðirnar sem enn eru kenndar snyrtifræðingum óbreyttar í dag. Hún lést 99 ára að aldri árið 2013 og var allt sitt líf til staðar fyrir fyrirtækið.

Líkaminn býr yfir eigin lækningamætti og vinnur sjálfur að því að leiðrétta og laga það sem miður fer. Dr. Hauschka vörurnar vinna eins og náttúrulyf, þær byggja nálgun sína við húðina á því að styrkja hana til að lækna sig sjálfa og koma aftur á jafnvægi, í stað þess að vinna á móti nátturulegu ferli eins og oft vill vera í hefðbundnum snyrtivörum. Húðin er alltaf meðhöndluð á mildan og nærgætinn hátt og hjálpað til heilbrigðis.

Gott dæmi um ólíka nálgun Dr Hauschka, er að húðin er ekki greind eftir húðgerð eins og feit eða þurr heldur ástandi hennar hverju sinni og hvað hún þarf til að komast í jafnvægi.
Hugmyndafræðin ásamt hreinum lífænum innihaldsefnum og sérstakri ræktun og meðhöndlun jurtanna er það sem gerir Dr. Hauschka vörurnar svona sérstakar. Þar er byggt á þeirri hugsun að manneskjan sé heild og heilbrigði skapi fegurð, vellíðan stuðli að fallegu útliti og heilbrigð húð sé sama og falleg húð óháð aldri.

Árið 1999 setti Dr. Hauschka fyrst á markað förðunarlínu sem einnig er lífræn og eingöngu úr náttúrulegum efnum sem næra og fegra. Nýverið kom frá þeim ný og glæsileg förðunarlína sem tók sérfræðinga Dr. Hauschka hvorki meira né minna en 7 ár búa til. Línan er bæði fáguð og falleg og var kynnt hér á landi í nóvember af Karim Sattar, alþjóðlegum förðunarfræðingi Dr. Hauschka.

Upplýsingar um sölustaði má finna á facebook síðu Dr. Hauschka.
Myndir eftir Sögu Sig.

Hafdís Bergsdóttir
Hafdís er búsett á Akranesi ásamt eiginmanni og þremur sonum. Hún er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og sveinspróf í kjólaklæðskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Auk þess að skrifa fyrir Framann starfar hún sem umsjónarkennari við Brekkubæjarskóla.

Author: Hafdís Bergsdóttir

Hafdís er búsett á Akranesi ásamt eiginmanni og þremur sonum. Hún er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og sveinspróf í kjólaklæðskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Auk þess að skrifa fyrir Framann starfar hún sem umsjónarkennari við Brekkubæjarskóla.