Uppskrift af litlum pavlovum með bismark sem passar vel desert yfir hátíðarnar eða í martarboðin í desember. Bismark brjóstsykurinn gerir pavlovurnar mjög jólalegar á bragðið og rjómakúlusósan er dásamleg. Toppið svo pavlovurnar með ykkar uppáhalds berjum.

Uppskrift fyrir 12 pavlovur
4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk edik
1-2 dl bismark brjóstsykur
3 dl rjómi
Ber eftir smekk (hindber, jarðaber, bláber eða brómber)
1 poki rjómakúlur frá Nóa Siríus

Myljið bismark brjóstsykur í matvinnsluvél eða í morteli. Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykri rólega við og hrærið. Hrærið edik út í og í lokin 1½ dl af bismark brjóstsykrinum. Dreifið blöndunni í litlar kökur á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 1 og ½ klst við 150°C.

Bræðið rjómakúlur með 1-2 msk rjóma í potti. Þeytið rjóma og skerið ber í bita. Dreifið rjómanum og berjunum á pavlovurnar. Að lokum stráið bismark mulningnum yfir pavlovurnar eftir smekk.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.