Við erum enn í gjafahugleiðingum en jólin eru bara handan við hornið. Við vonum að þið munið að stoppa og njóta allra fallegu jólaljósana þó þið séuð í miðjum jólainnkaupum. Hér koma nokkrar góðar hugmyndir af gjöfum fyrir parið.

 

 

  1. Þessi vínrekki er afskaplega flottur, hægt að fá hann í þremur litum og alltaf hægt að bæta á hann ef manni vantar pláss fyrir fleiri flöskur. Fæst í Reykjavík Design.
  2. Veggkertastjakar eru flott gjöf fyrir parið, þeir gera rýmið svo fallegt og kósí á köldum vetrarkvöldum. Þeir fást meðal annars í Epal.
  3. Pottarnir frá Le Creuset eru fullkomnir pottar í safnið hjá parinu. Þessir fást í mismunandi litum í Hrím.
  4. Moskow Mule er vinsæll drykkur nú til dags og er þetta sett af glösum með kokteilablandara skemmtileg gjöf fyrir partýfólkið. Þetta sett fæst á comoreykjavik.is.
  5. Hlýtt og gott teppi er alltaf góð hugmynd. Þetta teppi fæst í Hjarn.
  6. Plaköt eru sniðug gjöf fyrir parið, til dæmis eru þessi bæjarplaköt frá Reykjavík posters flott!
  7. Betri eldföst mót sem gaman er að framreiða henta vel fyrir mataráhugafólkið, þessi hér fást í snúrunni.
  8. Það er alltaf ánægjulegt að fá góð rúmföt að gjöf, þessi fást í Dorma.
  9. Okkur finnst þessi plötuspilari frá My concept store virkilega töff og langar að finna hann undir tréinu þessi jólin.
  10. Tímaritarekki sem fegrar heimilið. Þessi fæst í Hjarn.
Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.