Fyrir margar nútíma konur með nóg að gera skiptir góð dagbók gríðarlega miklu máli og erum við svo sannarlega hluti af þeim hópi. Við viljum að dagbókin uppfylli allar okkar þarfir, sé dásamlega falleg en umfram allt viljum við að hún einfaldi líf okkar og hjálpi okkur að komast yfir verkefni vikunnar og ná markmiðum okkar. Sem betur fer er þó nokkuð um alls konar dagbækur þannig að flestir ættu að finna eina slíka sem uppfyllir þeirra þarfir.
Hér deilum við með ykkur nokkrum dagbókum sem við erum agalega hrifnar af þó
að leitin að hinni fullkomnu dagbók sé alls ekki lokið.

 

Munum dagbókin
Þessi er algjörlega búin að sigra hjörtu fjölmargra Íslendinga. Hún er hönnuð til að hámarka líkur á árangri með því að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun, hvetja til framkvæmda og efla jákvæða hugsun. Bókin er í stærðinni A5, er úr hágæða ítölsku leðurlíki og er einstaklega stílhrein og vönduð. 2018 dagbókin verður meira að segja fáanleg með gormum sem við tökum fagnandi. Bókin fæst hér.

Personal planner
Þessi dagbók varð til þegar grafískur hönnuður hlustaði á konuna sína kvarta undan því að það væru bara til leiðinlegar dagbækur. Hann fór á fullt í að útfæra og prenta það sem hann taldi vera hina fullkomnu dagbók og gaf henni. Dagbókin vakti athygli og í kjölfarið setti hann upp þessa snilldarsíðu þar sem þú getur sett upp þína eigin persónulegu dagbók og færð alls konar litla fylgihluti með þegar þú pantar eins og litla límmiða og millispjald.

Erin Condren
Þessi dagbók varð til þegar Erin Condren, sem þá var heimavinnandi húsmóðir með tvö börn fór að leiðast. Hún byrjaði á því að búa til tækifæriskort fyrir vini og kunningja sem hvöttu hana til að gera meira með hönnunina sína. Hún setti upp aðstöðu í leikherbergi barnanna sinna og ævintýrið hófst. Hérna er hægt að búa til virkilega fallegar persónulegar dagbækur og aðlaga þær að leik og starfi svo ekki sé minnst á dásamlega fallegu fylgihlutina sem er líka hægt að kaupa þarna.

 

 

Hafdís Bergsdóttir
Hafdís er búsett á Akranesi ásamt eiginmanni og þremur sonum. Hún er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og sveinspróf í kjólaklæðskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Auk þess að skrifa fyrir Framann starfar hún sem umsjónarkennari við Brekkubæjarskóla.

Author: Hafdís Bergsdóttir

Hafdís er búsett á Akranesi ásamt eiginmanni og þremur sonum. Hún er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og sveinspróf í kjólaklæðskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Auk þess að skrifa fyrir Framann starfar hún sem umsjónarkennari við Brekkubæjarskóla.

One Reply to “Hin fullkomna dagbók… er hún til?”

Comments are closed.