Desember genginn í garð og fyrsti í aðventu á morgun. Jólaskrautið, jólaljósin og jólalögin koma okkur í jólaskap og birta yfir í skammdeiginu. Við höldum áfram að huga að gjöfum en hér eru nokkrar hugmyndir af gjöfum fyrir dömurnar í lífi okkar.

 

 

  1. Þessi gervipels úr H&M er æði, myndi mögulega fullkomna áramótadressið hjá nokkrum.
  2. Leðurhanskar virka alltaf, þessir eru úr Vero Moda.
  3. Náttföt eru tilvalin og þessi eru jólaleg og kósí í pakkann hennar. Fást í Vero Moda.
  4. Þessi toppur er afskaplega flottur, hann er úr nýju MOSS línunni, by Kolbrún Vignis.
  5. Trefill fyrir þennan kulda frá Farmers Market.
  6. Úr eru vel þegin gjöf, þetta gull úr frá Daniel Wellington finnst okkur svo fallegt að við vildum að það myndi rata í okkar pakka.
  7. Hettupeysur eru mjög vinsælar núna, þessi einfalda og gráa peysa úr Lindex er töff.
  8. Ilmvatn frá Andreu Mack væri tilvalin jólagjöf fyrir hana.
  9. Skóbúnaður er sniðug gjöf fyrir hana, enda eru kvenmenn yfirleitt agalega hrifnir af skóm. Við erum hrifnar af þessum frá Vagabond.
  10. Töskurnar frá DAY et Mikkelsen eru hentugar og flottar, fáanlegar í mismunandi stærðum og litum, þessi snyrtitaska væri flott gjöf.
Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.