Oft langar mann í eitthvað súper djúsí og þá er þessi réttur alveg málið.
Rétturinn kallast ,,million dollar spaghetti,, en þetta er mín útgáfa af honum.  Hann er alveg viðeigandi á þessum árstíma þegar það er kalt og dimmt allan sólarhringinn. Að auki slær hann í gegn hjá yngri kynslóðinni.

Uppskrift fyrir 4-6

400 gr spaghetti
3 egg
4 msk steinselja
1 ½ dl parmesan ostur
4 msk smjör
2 dl kotasæla
1 philadelphia ostur
500 gr nautahakk
250 gr tómatpassata
½ Laukur
1-2 hvítlauksrif
Kjötkraftur
Salt og pipar
Rifinn mozzarella ostur

Sjóðið spaghettí. Þeytið egg, steinselju og parmesan saman.  Sigtið spaghettíið og setjið aftur í pottinn. Bætið smjöri og eggjablöndunni út í og hrærið. Hrærið kotasælu og rjómaosti út í og setjið spaghettí blönduna í eldfast mót.

Steikið lauk og nautahakk og blandið saman við tómatpassata, pressuð hvítlauksrif og kjötkraft. Saltið og piprið eftir smekk. Smyrjið nautahakkinu ofan á spaghettíið og stráið mozzarella osti yfir.

Bakið í 15 – 20 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.