Hér eru 5 hugmyndir að skemmtilegum og ódýrum stefnumótum sem henta bæði fyrir þá sem eru að fara saman á sín fyrstu stefnumót og fyrir pör sem langa til að brjóta upp hversdagsleikann.

 1. Taktu skref út fyrir þægindarrammann og bjóddu upp í dans!
  SalsaIceland er alltaf með opin danskvöld á miðvikudagskvöldum þar sem allir eru velkomnir. Danskvöldin fara um þessar mundir fram á Oddsson, í gamla JL húsinu við Hringbraut. Salsakvöldin hefjast alltaf með ókeypis prufutíma fyrir byrjendur kl. 19:30 en þar er  kennt ýmist Salsa eða Bachata.
 2. Farið saman í fjallgöngu.
  Mikið af flottum fjöllum eru í grennd við höfuðborgarsvæðið, þar sem hægt er að fara í mátulega langar og skemmtilegar göngur. Úlfarsfell er tilvalið, en það er ekki of erfið ganga og útsýnið á toppnum er einstaklega fallegt yfir Reykjavík og Faxaflóann. Þetta er fullkomið stefnumót sem brennir kaloríum án þess þó að ganga alveg frá ykkur en gangan tekur um það bil klukkutíma upp á topp og niður.
 3. Bjóddu í spil eða bingó.
  Laundromat og Prikið bjóða upp á spil á barnum sem hægt er að grípa í og Sæta svínið er með bingó öll sunnudagskvöld frá kl. 21:00 sem hafa slegið í gegn. Einnig er hægt að mæta í spilakvöld hjá Spilavinum en þau bjóða upp á spilakvöld annan hvern fimmtudag frá kl. 20:00 en það er líka hægt að koma á opnunartíma verslunarinnar og prufa ýmis spil. Vinabær er svo alltaf með bingó á miðvikudags- og sunnudagskvöldum frá kl. 19:15.
 4. Farið saman á skauta.
  Það er eitthvað svo rómantískt við það að fara saman á skauta og jafnvel leiðast til að halda hvor öðru uppi. Fyrir þá sem eiga skauta þá er tilvalið að fara saman á skauta á ísilagðri tjörn, hvort sem það er Reykjavíkurtjörn eða einhver önnur tjörn. Skautasvell NOVA, eða Ingólfssvell, á Ingólfstorgi opnar alltaf 1. desember á afmælisdegi NOVA, ókeypis er á svellið og þar er einnig skautaleiga.
 5. Að fara saman í sund er endurnærandi og gefur ykkur góðan tíma til að spjalla.
  Akið út fyrir bæjarmörkin, en það getur verið einstaklega notalegt að komast út fyrir borgina og ná góðri slökun í leiðinni. Þorlákshöfn er til dæmis mátulega langt frá miðborginni, þar er afslappað andrúmsloft, kaffihúsið Hendur í höfn fær líka topp einkunn og falleg strandlengja liggur að sundlauginni sem hægt er að ganga áður en farið er í sund.

 

Arnbjörg Baldvinsdóttir
Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.

Author: Arnbjörg Baldvinsdóttir

Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.

One Reply to “5 hugmyndir að skemmtilegum stefnumótum”

Comments are closed.