Nú fer að líða að jólum en það er allt í einu að koma desember. Það eru eflaust margir farnir að huga að jólagjöfunum, jafnvel þeir öflugustu komnir langt með þær. Það getur vafist fyrir okkur hvað skal gefa í jólagjafir og tókum við því saman nokkra góðar hugmyndir í jólapakkann. Hér er að finna nokkrar gjafahugmyndir fyrir karlana í lífi okkar.

  1. Þessi hátalari frá Marshall er svo fallegur, tilvalin gjöf fyrir tónlistaráhugamanninn. Hann fæst meðal annars í ELKO.
  2. Leðurhanskar eru alltaf góð hugmynd, þessir eru flottir og fást í H&M.
  3. Rakvélasett er alltaf vinsæl gjöf, þetta sett hefur allt sem hann þarf til þess að snyrta á sér hausinn. Þú færð það í Heimilistæki.
  4. Svartur jakki frá Cintamani, agalega flottur og hentar flestum.
  5. Peysa sem er tilvalin í þennan vetur, grá og einföld. Fæst í H&M.
  6. Apple úr, þessi eru fullkomin fyrir tæknimanninn. Fæst á epli.is.
  7. Frakki úr selected homme, hversu myndarlegur væri herrann þinn í þessum?
  8. Skór eru góð og vinsæl gjöf, hvítir skór eru alltaf töff, þessir eru frá adidas og fást í NTC.
  9. Boss ilmgjafasett, eða bara gjafasett af þeim ilm sem maðurinn þinn notar.
  10. Sokkar úr Farmers Market. Flottir og mikil nýting í þessum í vetur!
Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.