Einfaldar, stökkar og bragðgóðar quesadillas með avocado. Uppskriftin er úr Avocado bókinni sem undirrituð gaf út fyrir ári síðan. Bókin inniheldur hollar, ljúffengar og auðveldar uppskriftir sem allar eiga það sameignlegt að innihalda avocado ávöxtinn í einhverri mynd. Bókin er á frábæru tilboði í dag á vefverslun Pennans Eymundsson í tilefni Cyper monday. Endilega nælið ykkur í eintak.

Uppskrift

4 tortillur
2 – 3 avocado
Philadelphia rjómaostur
2 tómatar
4 msk púrrulaukur
Cheddarostur
2 msk ferskt kóríander
Salt og pipar
Cayenne pipar
1 – 2 msk smjör (má nota olíu)

Hitið ofninn í 200°C. Skerið avocado í sneiðar og kreistið lime yfir þær. Ef avocadoin eru lítil þá nota ég fleiri en tvö. Brytjið tómata og púrrulauk smátt.

Smyrjið tvær tortillur með rjómaosti, kryddið og raðið avocado, tómötum, púrrulauk og kóríander ofan á. Rífið cheddarost, stráið yfir og lokið með hinum tveimur.

Bræðið smjör (eða notið olíu) og penslið toppinn á tortillunum og stráið cheddarosti yfir. Bakið í u.þ.b. 10 mínútur, skerið í sneiðar og skreytið með kóríander.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.