Félagasamtökin Barnaheill standa fyrir símalausum sunnudegi þann 26. nóvember!
Hversu meðvituð erum við um símanotkun okkar og áhrif hennar á samskipti og tengsl við börn og fjölskyldu? Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja til þess að við leggjum símanum í einn dag og njótum samvista með fjölskyldu og vinum – símalaus!
Markmiðið með átakinu er að vekja okkur nútímafólkið til vitundar um áhrif af notkun snjallsíma á samskipti og tengslamyndun foreldra og barna.
Með því að taka þátt og skrá sig inn hér fær fólk send ráð á laugardeginum um hvernig það getur tekist á við símalausa sunnudaginn. Þátttaka gefur einnig möguleika á að vinna jólapeysu frá Hagkaup/F&F eða út að borða með fjölskyldunni á Hamborgarafabrikkunni.
Okkur finnst þetta frábært framtak og ætlum að láta reyna á þetta. Leggja frá okkur símann í einn dag og njóta dagsins með fjölskyldunni og hvetjum ykkur til þess að gera það sama.
Upplýsingar má einnig finna á Facebook-síðu viðburðarins.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children International. Alþjóðasamtökin vinna að réttindum og velferð barna í rúmlega 120 löndum og hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hérlendis leggja samtökin áherslu á að standa vörð um réttindi barna, á þátttöku barna og á vernd barna gegn ofbeldi. Erlendis styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.