Good good brand gaf mér nokkrar vörur um daginn sem ég prófaði. Ég mæli með Choco hazel sem er súkkulaði- og heslihnetusmjör með stevíu. Dásamlega gott með vöfflum, pönnukökum eða einfaldlega smyrja það á ristað brauð.
Þessi uppskrift er af pönnukökum úr möndlumjöli og vanillustevíu. Þær eru mjúkar, léttar og bragðgóðar og tekur enga stund að búa þær til.

Uppskrift

3 dl möndlumjöl
½ msk lyftiduft
¼ tsk salt
3 egg
1½ dl möndlumjólk
2 msk avocado olía (eða önnur góð olía)
6-8 dropar vanillustevía frá Good good brand

Ofan á pönnukökurnar:
Súkkulaði-og heslihnetusmjör frá Good good brand (Choco hazel)
Ristaðar kókosflögur
Ristaðar möndluflögur
Bláber

Hrærið saman möndlumjöli, lyftidufti og salti í skál. Bætið við eggjum, möndlumjólk, olíu og vanillustevíu og hrærið vel.

Hitið pönnu á miðlungshita og steikið pönnukökurnar upp úr olíu.

Toppið pönnukökurnar með súkkulaði- og heslihnetusmjöri, ristuðum kókosflögum, ristuðum möndluflögum og bláberjum.

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.