Hvort sem þú ert enn í skóla, að stíga fyrstu sporin á vinnumarkaði eða vilt einfaldlega efla tengslanetið og taka þátt í valdeflingu ungra kvenna þá er UAK félag fyrir þig.

Fyrir hvað stendur félagið?
Ungar athafnakonur vilja stuðla að samfélagi þar sem konur og karlar standa jafnfætis og bjóðast sömu tækifæri.

Hvernig kviknaði hugmyndin?
Félagið Ungar athafnakonur (UAK) var upphaflega stofnað í maí 2014 af Lilju Gylfadóttur. Félagið hóf formlega störf sín með stofnfundi félagsins í september sama ár en þar mættu hátt í 200 ungar konur sem undirstrikaði áhugann fyrir félagi sem þessu. Síðan þá hefur þátttakan aukist enn frekar.

Hverjir mega vera með?
Engin inngönguskilyrði eru í félagið og ekkert aldurstakmark en svo lengi sem konur finna sig í starfi félagsins þá eru þær velkomnar. Félagið er opið fyrir nýskráningum allan ársins hring og eru allar áhugasamar konur hvattar til að skrá sig.

Hvernig er hægt að skrá sig?
Skráning fer fram á vefsíðu félagsins.

Hvað felst í þátttökunni?
Félagið leitast við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsu sviðum. Með viðburðum sínum vill UAK hjálpa félagskonum að auka styrkleika sína og er markmiðið með hverjum viðburði að fylla þátttakendur eldmóði, sama hvort um sé að ræða fyrirtækjaheimsóknir eða fræðslufundi.

Dæmi um viðburði fyrir félagsmenn?
Ungar athafnakonur standa fyrir allskyns skemmtilegum viðburðum yfir veturinn. Til að mynda eru tengslakvöld þar sem markmiðið er að félagskonur kynnist og myndi langvarandi tengsl. Ýmis konar námskeið hafa verið í boði, m.a. ræðunámskeið, samningatækni og streitustjórnun. Þá höfum við verið með panelumræður þar sem ýmis deiglumál hafa verið í brennidepli ss. samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og karllægar atvinnugreinar . Við höfum einnig staðið að fyrirtækjaheimsóknum og opnum viðburðum, þar sem við hvetjum jafnt konur sem karlmenn á öllum aldri að mæta.

Hvert er markmið félagsins?
Markmiðið er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu.

 

Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

One Reply to “UAK – Ungar athafnakonur”

Comments are closed.