Það er aldeilis farið að dimma hérna á litla landinu okkar, það er dimmt þegar við förum af stað á morgnanna og oftar en ella dimmt þegar við komum heim eftir daginn. Dagarnir eiga það til að verða okkur aðeins erfiðari þegar við fáum ekki næga dagsbirtu og er því mikilvægt að finna leiðir sem létta okkur aðeins dimmt skammdegið. Við tókum saman nokkrar hugmyndir til þess að gera okkur dagana aðeins bærilegri.

 1. Kaffi “deit”
  Það er alltaf góð hugmynd að setjast í spjall með góðan bolla og vinkonu eftir langan dag.
 2. Hreyfing
  Klisja? Kannski, en það breytir því ekki að það virkar. Mikilvægast er að finna hreyfingu sem hentar og maður hefur gaman af, annars getur verið erfitt að halda sér við efnið.
 3. Útivera
  Ferskt loft getur skipt sköpum, að fara í létta göngu og hreinsa hugann eftir daginn getur virkað einstaklega vel.
 4. Áhugamál
  Að huga að einhverju sem manni þykir skemmtilegt og hefur áhuga á getur dreift huganum frá amstri dagsins og létt lundina.
 5. Fjölskyldutími
  Að eyða góðum tíma með fjölskyldunni, fara aðeins út úr húsi og njóta þess að vera saman getur gert daginn mun skemmtilegri.
 6. Er kannski föstudagur?
  Þá er tilvalið að skella sér í eins og einn kokteil á góðum veitingarstað.
Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.