Við vinnum mörg við skrifborð alla daga og hví ekki að hafa það þá fallegt og með hlutum sem gleðja okkur. Við tókum saman nokkra einfalda hluti sem geta lífgað upp á vinnuaðstöðuna.

 1. Dagatal
  Fallegt dagatal kemur sér alltaf vel, þetta dagatal frá Etsy finnst okkur fullkomið á skrifborðið.
 2. Kerti
  Það er dimmt hjá okkur stóran part af deginum og getur það verið afskaplega kósí að kveikja á kerti yfir vinnunni á dimmum og köldum dögum.
 3. Myndir
  Ljósmyndir af fjölskyldunni eða fallegar myndir á veggnum við skrifborðið gerir rýmið fallegra.
 4. Skemmtilegir fylgihlutir
  Það er hægt að fá fullt af skemmtilegum en nytsamlegum hlutum til þess að hafa á skrifborðinu. Til dæmis finnurðu HÉR músamottu sem er í laginu eins og ís, hver elskar ekki ís?
 5. Plöntur
  Plöntur eða falleg blóm í vasa er einföld leið til þess að lífga upp á borðið. Gervi blóm eru tilvalin þar sem það þarf ekkert að hafa fyrir þeim. Þessi orkedía úr IKEA er til dæmis tilvalin.
 6. Ljós
  Fallegur lampi getur lýst upp dimmt skammdegið. Okkur finnst þessi lampi æði.
Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.