Stökkva frammúr, henda öllu úr fataskápnum til þess að finna réttu fötin, henda á sig baugafelara, maskara og sólarpúðri, grípa svo með sér kaffi og eitthvað úr matarskúffunni á hlaupum á leiðinni út í bíl. Kannast fleiri við þetta?

Hér eru nokkrar leiðir sem geta hjálpað þér að byrja daginn betur en ef dagurinn byrjar vel er líklegra að við eigum betri dag.

 1. Farðu yfir daginn þinn.
  Taktu tíma frá í vinnunni og farðu yfir daginn, hvað þú komst yfir. Gerðu næsta dag auðveldari með því að gera klár verkefni sem þú vilt byrja á þegar þú mætir.
 2. Losaðu þig við vinnuna.
  Finndu leið sem hentar þér til þess að dreifa huganum frá vinnunni. Hvort sem það er göngutúr, hreyfing eða stund með börnum þá skaltu finna leið til þess að skilja vinnuna eftir í vinnunni.
 3. Undirbúðu þig.
  Gerðu klárt það sem þú þarft morguninn eftir, nestið og fötin sem þú ætlar að klæðast og jafnvel morgunmatinn.
 4. Slappaðu af.
  Finndu leið til þess að slappa af og anda, heitt bað, góð bók eða kaffistund með vinkonum geta gert kraftaverk eftir langan dag.
 5. Fáðu góðan svefn.
  Við þurfum 7-8 tíma svefn á nóttu svo farðu að sofa á skikkalegum tíma til þess að auðvelda þér að vakna næsta dag. Slepptu því að taka tölvuna með þér í rúmið eða fara í gegnum samfélagsmiðla rétt áður en þú leggst á koddann. Einbeittu þér að svefninum og þú gætir sofið mun betur.
Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.