Við höfðum samband við Sylvíu Briem Friðjónsdóttur sem er þjálfari og fyrirlesari fyrir Dale Carnegie á Íslandi en ásamt því skrifar hún inn á vefsíðunni femme.is. Við höfum heyrt frábæra hluti um Dale Carnegie og vildum kynna okkur meira um það og hvernig það getur nýst fólki að sækja námskeið hjá þeim.

Segðu okkur aðeins frá Dale Carnegie á Íslandi?
Dale Carnegie á Íslandi er ISO staðlað prógram og kennt í yfir um 90 löndum á 25 tungumálum. Þetta er námskeið sem eykur lífsgæðin og hjálpar fólki við sjálfstraust, mannleg samskipti, leiðtogahæfni, tjáningu og jákvætt viðhorf.

Um hvað snýst Dale Carnegie?
Námskeiðið snýst í rauninni um að verða betri manneskja á öllum sviðum lífsins hvort sem að það er heima fyrir með vinum, vinnu eða öðru. Það sem mér finnst svo flott við Dale er að þar getur fólk fengið visst æfingarsvæði til þess að þjálfa sig í þeim eiginleikum sem að það vill verða betra í.

Hvernig nýtist það fólki?
Ég lýsi þessu oft eins og hestum sem að eru með einskonar leppa fyrir augunum. Þegar fólk fer síðan að takast á við sjálft sig hverfa þessir leppar. Heimurinn opnast og fólk verður óhrætt við að takast á við ýmsar áskoranir eða sækjast eftir þeim tækifærum sem það þorði ekki að gera áður. Mér finnst samhljómur meðal þátttakenda sem að hafa farið á námskeiðið að því finnst það verða ósigrandi, allar þessar hindranir og ótti sem að hefur einkennd líf þeirra verður loksins yfirstíganlegur.

Hverjum hentar að fara á námskeið hjá Dale Carnegie?
Ég myndi segja að allir ættu að fara á námskeið og þá meina ég allir, helst sem oftast og fókusera þá á eitt verkefni í einu. Ég held að allir sem að vilja fá eitthvað meira útúr lífinu eigi að skrá sig í rauninni. Ég var allavega svoleiðis og fór ég fyrst 16 ára á námskeið og fékk síðan þann heiður að fara fimm sinnum sem aðstoðarmaður eftir það. Ég tók alltaf eitthvað fyrir á hverju námskeiði sem að mig langaði að tileinka mér í eða verða betri í. Ég held að maður geti alltaf bætt sig og verður þá í kjölfarið flottari einstaklingur.

Hver eru markmið Dale Carnegie gagnvart þeim sem sækja námskeiðin?
Það eru í raun 5 grunnmarkmið námskeiðsins, sem eru:

Sjálfstraust
Líkamstjáning
Mannleg samskipti
Leiðtogahæfni
Jákvætt viðhorf

Það er oft sem að fólk heldur að aðeins fólk sem þorir ekki að tala fyrir framan aðra sækji námskeiðin, það er alls ekki svoleiðis. Námskeiðið er svo miklu meira en bara það að tala fyrir framan aðra, eins og sést hér á markmiðunum fyrir ofan. Fólk setur sér síðan sín markmið sem það deilir með þjálfara námskeiðsins. Þjálfararnir eru búnir að ganga í gegnum mjög strangt þjálfaranám og eru skyldaðir í endurmenntunarnám á 3 ára fresti til þess að hjálpa hverjum og einum einstaklingi til að ná sem mest útúr sjálfum sér og markmiðum sem þau setja sér.

Hvernig kemur þú að Dale Carnegie á Íslandi?
Ég fór á námskeið þegar ég var 16 ára eins og ég sagði hérna áður en ég horfði á þjálfarana mína á þeim tíma og hugsaði “ég vil vera svona”. Þarna horfði ég tvær konur sem að voru alveg óhræddar, jákvæðar, lífsglaðar og svo kraftmiklar. Þær höfðu bara þennan x-factor, mér fannst þær vera óstöðvandi. Mér bauðst svo að koma sem aðstoðarmaður eftir það og varð alveg sjúk, ég fór á námskeið á svona árs fresti til að halda mér við og bæta mig.

Mér var svo boðið að læra þjálfarann og taka réttindin og mér leið eins og ég væri komin í boot camp fyrir sálina þegar ég gekk í gegnum það verkefni. Virkilega krefjandi nám sem að kenndi mér afskaplega mikið. Í dag er ég búin að vera að þjálfa ungt fólk sem og fullorðna og ég eiginlega lifi fyrir það. Ég held að það sé ekki hægt að fá betra starf en það að sjá og vera partur af því að fólk vaxi og verði ósigrandi í sínu eigin lífi, algjör forréttindi!

Það er hægt að kynna sér betur Dale Carnegie á Íslandi inn á facebook síðu þeirra eða á dalecarnegie.is.

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.