TED eru „non-profit“ samtök sem sérhæfa sig í því að dreifa hugmyndum í formi stuttra áhrifaríkra talþátta. (Alltaf undir 18 mínútum). TED var stofnað árið 1984 og var þá ráðstefna þar sem tækni og hönnun mættust en í dag má þar finna hina ýmsu talþætti um fjölbreytt málefni á meira en 100 tungumálum.

Hér höfum við tekið saman 5 “TED TALK” sem eiga það sameiginlegt að gefa ráð sem geta nýst í leik og starfi.

  1. Sálfræðingurinn Amy Cuddy útskýrir hvernig líkamstjáning getur mótað það hvernig fólkið í kringum okkur upplifir okkur.
  2. Grafíski hönnuðurinn Paula Scher hvetur okkur til að prófa eitthvað sem við höfum aldrei gert áður.
  3. Sálfræðingurinn Kelly Mcgonigal hjálpar okkur að sætta okkur við stressið og líta á það sem vin okkar.
  4. “Skapaðu í stað þess að kvarta” segir Tina Roth og fer í gegnum 5 grunnreglur þess hvernig á að hafa áhrif.
  5. Getur svefn haft áhrif á velgengi? Arianna Huffington sýnir fram á tengslin á milli þess að fá góðan svefn og að standa sig vel.

 

Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.